<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 17, 2004

ANDRI stóð sig með eindæmum vel á Próflokadjammi Fróða á föstudaginn!!! og gleðilegt sumar...

þriðjudagur, maí 11, 2004

Vegna áskorana frá markaðnum tók ég mig til og útbjó tribute albúm um Ása

Flestar af honum en margir vilja vera með á mynd af manninum svo fór sem fór... endilega skoðið

miðvikudagur, maí 05, 2004

Eftirfarandi tilkynning er frá fólkinu í Sögnum og frá sagnfræðingafélagi Íslands...

Föstudaginn 28. maí kl 19:30 verður haldið málþing um kennsluhætti í sagnfræði í sal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL hússins (Hringbraut 121). Málþingið ber yfirskriftina „Sögukennsla á villigötum?“og að því standa Sagnir, tímarit sagnfræðinema og Sagnfræðingafélag Íslands.

Hugmyndin með málþinginu er sú að stuðla að opinni umræðu um þá hugmyndafræði sem liggur að baki kennslu og miðlun sögu. Á málþinginu fá núverandi nemendur, fyrrverandi nemendur og kennarar tækifæri til þess að ræða saman um strauma og stefnur í fræðunum sjálfum og hvernig best væri að nýta nýjar hugmyndir í kennslu.

Hver er hugmyndafræði uppbyggingar kennslunnar í sagnfræðiskor HÍ? Eru aðrar leiðir við uppbyggingu sagnfræðináms færar og hafa slíkar leiðir verið ræddar? Eru yfirlitsnámskeið sagnfræðiskorar úrelt? Virkar núgildandi brautakerfi sagnfræðiskorar?
Hvaða tilgangi þjóna tímabilaskiptingar í sögu? Hvernig nýtast póstmódernsíkar hugmyndir í kennslu? Hver er staða sagnfræðiskorar innan heimspekideildar? Hvernig geta aðferðir annarra greina á borð við bókmenntafræði og mannfræði nýst sagnfræðingum?

Fimm sagnfræðingar flytja stutt erindi (15-20 mín) og að þeim loknum gefst tími til umræðna. Framsögumenn verða þau Anna Agnarsdóttir deildarforseti heimspekideildar, Eggert Þór Aðalsteinsson fráfarandi ritstjóri Stúdentablaðsins, Gunnar Karlsson prófessor, Sigrún Sigurðardóttir fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og Páll Björnsson fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og stundakennari við HÍ.

Að málþinginu loknu verður boðið uppá léttar veitingar [Öl og stöff] og haldið verður upp á útgáfu nýjasta tölublaðs Sagna.

sunnudagur, maí 02, 2004


This page is powered by Blogger. Isn't yours?